Áramótaball á Hvammstanga
Miðaverð 5.500 kr.
Áramótaball á Hvammstanga
Aftur er kominn tími til að rífa upp áramótastemmninguna! Tínið konfettíið síðan síðast uppúr dansskónum, losið glimmergallann og flotta kjólinn við skápalyktina, geymið öll plön um kósýkvöld þar til að kvöldi 1. jan, reddið því sem redda þarf (pössun, fari og/eða gistingu á Hvammstanga, nýjum varalit…oþh)….
….því það verður haldið áramótaball í Félagsheimilinu á Hvammstanga áramótin 2022/2023!
Fögnum framtíðinni saman og dönsum okkur inní 2023. Hljómsveitin Áramót spilar fyrir dansi.
17 ára aldurstakmark er þó hægt að upplýsa strax. Það er ekkert efra aldurstakmark.
Miðaverð er 5500kr