Rokkkórinn í Iðnó

Miðaverð

Rokkkórinn í Iðnó

Rokkkórinn verður með tónleika í Iðnó 21. janúar nk. kl. 20:00
Rokkkórinn kemur úr Húnaþingi vestra en hóf hópurinn æfingar af alvöru í byrjun árs 2022. Var hann stofnaður árið 2019 en komst þó ekki almennilega af stað fyrr en tveimur árum seinna vegna Covid. Afrakstur æfinga mátti heyra á tónleikum í nóvember sl. í heimabæ kórsins, Hvammstanga. Vöktu þeir mikla lukku og var því ákveðið að halda suður til höfuðborgarinnar með tónleikana. Á dagskrá eru hin ýmsu popp-rokklög síðustu áratuga.
Kórstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir og með kórnum verður fimm manna hljómsveit sem sér um undirleik.
Miðaverð eru 4.000 kr.
NETSÖLU ER HÆTT. ÞÚ GETUR KEYPT MIÐA VIÐ INNGANGINN AÐ IÐNÓ!